Maríuhús er sérhæfð dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóm.
Markmið deildarinnar er að gera einstaklingum sem þær sækja kleift að viðhalda sjálfsbjargargetu eins og hægt er og að rjúfa félagslega einangrun. Markmiðið er einnig að gera einstaklingnum kleift að búa heima sem lengst og að létta undir með aðstandendum.
Þjónusta er sniðin að þörfum, áhuga og getu hvers einstaklings og er sveigjanleiki lykilhugtak í þjónustunni. Mikið er lagt uppúr góðum anda og afslöppuðu en virku andrúmslofti.
Boðið er uppá skipulagða iðju í sem styður við og viðheldur líkamlegri færni, vitrænni getu og hvetur til félagslegrar þátttöku. Virk þátttaka í iðju sem höfðar til einstaklingsins, er honum mikilvæg og hann hefur getu til að framkvæma stuðlar jafnframt oft að bættri andlegri líðan.
Iðja sem er í boði er t.d. morgunleikfimi, gönguferðir, fréttaumræður, söngur, tónlistarbingó, endurminningastarf, spil, púsl, boccia, pútt, píla, þrautir, krossgátur, orða-og spurningaleikir, hannyrðir og handverk í vinnustofu.
Deildin er opin alla virka daga frá kl. 8-16. Þar starfar fjölbreyttur hópur sérhæfðra starfsmanna. Máltíðir og akstur er innifalið í daggjaldi sem skv. reglugerð er um 1.550,-/dag. Einnig er greitt í afþreyingasjóð mánaðarlega.
Aðgengi er að sjúkraþjálfun, hárgreiðslu og fótaaðgerðastofu gegn gjaldi.
Fréttir úr starfinu eru opnar skjólstæðingum og aðstandendum þeirra í lokuðum Facebook hópum deildanna. Hægt er að óska eftir aðgangi að hópunum hér:
Maríuhús : www.facebook.com/groups/mariuhus/
Nánari upplýsingar:
Maríuhús, Kleppsvegi 64, 104 Reykjavík. sími : 534 -7100
Netfang: mariuhus@skjol.is