Skráning atvika og viðhorf til þeirra er veigamikill þáttur í að efla öryggi í þjónustunni okkar.
Starfsmönnum á Eir, Skjóli og Hömrum er óheimilt að leggja í einelti, áreita eða beita ofbeldi. Vinnustaðurinn tekur skýra afstöðu gegn einelti, áreitni og ofbeldi af öllu tagi.
Hér getur þú tilkynnt einelti, áreitni, kynferðislegt ofbeldi og annað ofbeldi.
Við leggjum áherslu á faglega og framúrskarandi þjónustu. Til þess að bæta þjónustu okkar er mikilvægt að fá upplýsingar um það sem betur má fara.
Við viljum heyra frá þér. Ef þig langar að koma hrósi á framfæri þá er þetta rétti vettvangurinn.
Vinnuslys er skyndilegur, óvæntur atburður á vinnustað sem veldur líkamstjóni eins eða fleiri einstaklinga. Öllu starfsfólki ber að tilkynna vinnuslys til næsta stjórnanda.
Hér getur þú tilkynnt um næstum því slys. Næstum því slys er atvik sem hefði getað orðið að slysi.