Search
Atvikaskráning

Atvikaskráning

Í lögum um landlækni og lýðheilsu segir: „Heilbrigðisstofnanir, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn og aðrir sem veita heilbrigðisþjónustu skulu halda skrá um óvænt atvik í þeim tilgangi að finna skýringar á þeim og leita leiða til að tryggja að þau endurtaki sig ekki.  Með óvæntu atviki er átt við óhappatilvik, mistök, vanrækslu eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni.“

Samkvæmt sömu lögum ber heilbrigðisstarfsmönnum sem hlut eiga að máli, faglegum yfirmönnum þeirra og öðru starfsfólki heilbrigðisstofnana, eftir því sem við á, skylda til skrá öll slík óvænt atvik.

Árið 2013 var tekin í notkun rafræn atvikaskráning í Sögu-kerfinu sem Eir, Skjól og Hamrar nota. Embætti landlæknis hefur aðgang að þeirri skráningu.

Brýnt er að bregðast við atvikum með viðeigandi hætti til að draga eins og mögulegt er úr hugsanlegum skaða og til að fyrirbyggja að samskonar atvik gerist aftur.