Search
Vinnuslys

Vinnuslys

Með vinnuslysi er átt við skyndilegan, óvæntan atburð í tengslum í vinnu eða á beinni leið í eða
úr vinnu sem veldur áverkum, heilsutjóni eða dauða eins eða fleiri 
einstaklinga.

Leiðbeiningar um tilkynningu vinnuslysa hjá Eir, Skjóli og Hömrum.

Starfsmaður eða sá sem verður fyrir slysi

Tilkynnir slys til næsta stjóranda eins fljótt og auðið er.

Heldur til haga kvittunum vegna útlagðs kostnaðar, s.s. komunótum, veikindavottorðum, nótu
fyrir sjúkrabíl o.s.frv. til að hægt sé að sækja um endurgreiðslu útlagðs kostnaðar.

Stjórnandi

Fyllir út eyðublöð um tilkynningu um vinnuslys til Vinnueftirlitsins og Sjúkratrygginga Íslands
við fyrsta tækifæri og kemur þeim til mannauðssviðs og öryggisráðs.

Mannauðssvið

Tekur við tilkynningunni og sér um að tilkynna slysið til Vinnueftirlitsins og Sjúkratrygginga Íslands.
Mannauðssvið tilkynnir einnig slysið til tryggingarfélags.