Search
Stefna gegn einelti

Stefna gegn einelti

Stefna Eirar, Skjóls og Hamra gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi (EKKO)

 

Starfsmönnum á Eir, Skjóli og Hömrum er óheimilt að leggja í einelti, áreita eða beita ofbeldi. Vinnustaðurinn tekur skýra afstöðu gegn einelti, áreitni og ofbeldi af öllu tagi.

Markmið Eirar, Skjóls og Hamra er að bjóða upp á öruggt starfsumhverfi þar sem gagnkvæm virðing ríkir meðal starfsmanna og umburðarlyndi er gagnvart fjölbreytileika innan starfsmannahópsins.

Stefna þessi fjallar um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi (skammstafað  EKKO) samkvæmt lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerð nr. 1009/2015. Stefnan er ein af undirstefnum Eirar Skjóls og Hamra og tengist vinnuverndarstarfi heimilanna. Stefnan gildir fyrir alla starfsstaði og allt starfsfólk Eirar, Skjóls, Hamra og tengd félög (hér eftir vísað til sem ESH).

 

Markmið

  • Að koma í veg fyrir einelti, áreitni og ofbeldi í starfsumhverfi ESH.
  • Að starfsumhverfi sé verndandi gegn einelti, áreitni og ofbeldi með virku forvarnarstarfi.
  • Að brugðist sé við kvörtunum við EKKO málum á faglegan hátt samkvæmt viðbragsáætlun vegna tilkynninga um EKKO mál.
  • Að allt starfsfólk viti hvernig hægt er að tilkynna um óæskilega hegðun (EKKO) eða ef það verður vitni að henni skv. 9. gr. reglugerðar nr. 1009/2015.
  • Að fram fari kynning og fræðsla um EKKO tengd málefni til allra starfsmanna.
  • Að setti verði fram aðgerðaráætlun út frá áhættumati starfa tengt EKKO með mælanlegum árangursvísum.

 

Viðbrögð við EKKO

ESH grípur til aðgerða í samræmi við verklag komi fram kvörtun, ábending eða rökstuddur grunur um EKKO í starfsumhverfi ESH. Einnig er gripið til aðgerða í samræmi við niðurstöður áhættumats starfa verði vart við aðstæður sem gætu leitt til EKKO.

Viðbrögð felast bæði í viðbrögðum og könnun á einstaklingsmálum og frumkvæðisathugunum sem byggja á ábendingum eða grun um óæskilega hegðun.

ESH viðheldur og endurskoðar verklag sem tengist úrvinnslu og viðbrögðum vegna EKKO mála.