Stjórnarformaður

Halldóra Ólafsdóttir er stjórnarformaður Skjóls og hefur setið í stjórn þess um árabil. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Lindargötuskóla árið 1968 og dvaldi síðar tvö ár í Englandi. Halldóra hefur starfað víða, m.a. á Hrafnistu Laugarási og við ýmis hótel-, veitinga- og þjónustustörf. Lengst af starfaði hún hjá Stéttarsambandi bænda, síðar Bændasamtökum Íslands, þar sem hún vann í 40 ár, allt frá árinu 1980.
Halldóra hefur lengi verið virkur þátttakandi í öldrunarmálum og var fulltrúi í Öldrunarráði Íslands frá stofnun þess árið 1981 til ársins 2017. Hún hefur setið í fulltrúaráði Skjóls fyrir hönd Bændasamtakanna allt frá stofnun og gegnt embætti stjórnarformanns frá árinu 2017.
Auk þess hefur Halldóra setið í stjórn Fræðslunefndar SFR (nú Sameyki), verið virkur félagi í Samfrímúrurum og Oddfellow og gegnt formennsku í kvennadeild Víkings í knattspyrnu.
Varaformaður

Guðjón Magnússon er kennaramenntaður og lauk framhaldsnámi í starfsmannastjórnun og vinnumarkaðsfræðum í Svíþjóð, auk náms í samfélagsábyrgð fyrirtækja í London og almennu leiðsögumannanámi frá MK. Guðjón starfaði sem kennari við Álftamýrarskóla og Kópavogsskóla, skólafulltrúi í Kópavogi, starfsmannastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur og sviðsstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur.
Guðjón hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum, m.a. sem landsformaður Round Table Ísland, formaður starfsmannafélags Kópavogs og Sunnuhlíðarsamtakanna. Hann hefur verið forseti Rótarýklúbbsins Borgir, setið í stjórnum Toppstöðvarinnar og Landssambands framhalsskólakennara, verið oddviti TBO Reykjavík og setið í stjórn Lífeyrisdeildar Sameykis.
Meðstjórnandi

Dagný Halla Tómasdóttir er menntuð uppeldis og menntunarfræðingur frá Háskóla Íslands og stundaði nám í Stjórnun og fullorðinsfræðslu við Menntasvið HÍ 2008-2010. Dagný Halla hefur starfað síðustu 10 árin sem skrifstofustjóri á Landspítala. En þar áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum þar sem hún meðal annars tók þátt í og stjórnaði sam evrópskum verkefnum fyrir ungmenni, stóð fyrir námskeiðum, fræðslu og ýmis konar viðburðum fyrir ungt fólk og leiðtoga þeirra.
Dagný Halla sat í sóknarnefnd Langholtskirkju tvö tímabíl og var fulltrúi á Kirkjuþingi fyrir Reykjavíkurprófastsdæmi vestra 2006-2014, var varformaður löggjafanefndar kirkjuþings 2010-2013 og formaður 2013-2014. Dagný Halla hefur setið í stjórn Skjóls frá árinu 2017.
Meðstjórnandi

Guðrún Árnadóttir lífeindafræðingur, nam byggingarlist við Washington State University og lífeindafræði við Tækniskóla Íslands, auk diplómanáms í félags- og tómstundafræði frá Háskóla Íslands.
Hún starfaði á rannsóknarstofu Háskóla Íslands/Landspítala, var framkvæmdastjóri BSRB og skrifstofustjóri Húsnæðisnefndar Reykjavíkur 1990–2008. Síðar starfaði hún á Velferðarsviði Reykjavíkur, meðal annars við vistunar- og félagslegt mat fyrir aldraða og öryrkja.
Guðrún hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa, m.a. sem formaður Meinatæknafélags Íslands, Kvenréttindafélags Íslands og lífeyrisdeildar eldri starfsmanna Reykjavíkurborgar og setið í stjórnum m.a. Ríkisspítala, Jafnréttisráðs, Húseigendafélags Reykjavíkur og Félags eldri borgara í Reykjavík auk Skjóls en þar hefur hún verið síðan 2017.
Meðstjórnandi

Sanna Magdalena Mörtudóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2018 og leiðir þar starf Sósíalistaflokksins sem oddviti. Hún hefur setið í velferðarráði frá sama ári og tók árið 2025 við formennsku þess auk stöðu forseta borgarstjórnar. Sanna er með MA-gráðu í mannfræði með áherslu á margbreytileika frá Háskóla Íslands. Hún hefur jafnframt starfað sem aðstoðarmaður prófessors við Háskóla Íslands, þar sem hún sinnti heimildaöflun, skráningu og aðstoð við rannsóknir og kennslu.
Sanna, sem bjó sín fyrstu sjö ár á Englandi, hefur tekið þátt í alþjóðlegum menningarsamstarfsverkefnum, m.a. Comenius- og EEA grants -verkefnum og starfað sem stuðningsaðili fatlaðra í námi. Hún hefur einnig starfsreynslu úr þjónustugeiranum. Velferðarmál, þ.m.t. málefni eldra fólks eru Sönnu hjartans mál og tók Sanna sæti í stjórn Skjóls árið 2025.