Search

Heimsókn félags- og húsnæðismálaráðherra á Skjól

Þann 18. september kom Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í heimsókn á hjúkrunarheimilið Skjól. Tilgangurinn var að kynna daglegt starf heimilisins, þær umbætur sem unnið hefur verið að undanfarin ár og framtíðarsýn.
Ráðherra fékk leiðsögn um húsið og skoðaði meðal annars iðjuþjálfun og hjúkrunardeildir þar sem nýlega er búið að endurnýja m.a. gólfefni, loft, lýsingu og húsgögn til að skapa hlýlegra og þægilegra umhverfi. Hún heilsaði einnig upp á heimilisdýrin – fuglana og hundinn Dísu – sem gleðja bæði íbúa og starfsfólk.

Í heimsókninni kynnti Eybjörg Hauksdóttir, forstjóri, skipulag og stjórnskipan Eirar og Skjóls. Hún fór yfir hlutverk stjórna, fulltrúaráðs og framkvæmdaráðs, auk þess sem ráðherra fékk innsýn í þjónustueiningar stofnunarinnar. Þá var rætt um breiða þjónustu Eirar, sem nær yfir hjúkrunarrými, endurhæfingu, framleiðslueldhús, dagþjálfanir, öryggisíbúðir og hjúkrunarheimilið Hamra. Að lokum var fjallað um framtíðarsýn og næstu skref í uppbyggingu, bæði hjá Skjóli og Eir.
Eir, Skjól og Hamrar eru óhagnaðardrifnar sjálfseignarstofnanir sem leggja áherslu á öryggi, vellíðan og gæði í þjónustu fyrir aldraða. Heimsókn ráðherra var kærkomið tækifæri til að efla samráð og samstarf um þessi mikilvægu málefni til framtíðar.

Deila

Meira

Gjöf frá Kvenfélaginu í Kjós

Þriðjudaginn 29. apríl komu konur úr Kvenfélaginu í Kjós færandi hendi á Eir og Hamrar. Þær gáfu göngubretti í sjúkraþjálfunina á Eir og æfingahjól í