Search
Gæðastefna

Gæðastefna

Gæðastefna Eirar, Skjóls, Hamra og tengdra félaga

Tilgangur

Gæðastefnan er grunnur að öllu gæða- og umbótastarfi. Henni er ætlað að tryggja að þjónusta við skjólstæðinga, aðstandendur og starfsfólk sé fagleg, örugg og árangursmiðuð, í samræmi við gildi okkar og í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til starfseminnar. Gildin okkar eru virðing, vellíðan og virkni.

Umfang

Gæðastefnan nær yfir alla starfsemina. Hún á við um allt starfsfólk, stjórnendur og starfsstöðvar, sem og aðra aðila sem koma að starfseminni.

Markmið

  1. Við komum fram við skjólstæðinga, aðstandendur og starfsfólk af virðingu og reisn. Við leggjum áherslu á virka hlustun og fræðum starfsfólk okkar um samkennd og mikilvægi hennar.
  2. Tryggja að þjónusta við skjólstæðinga og aðstandendur sé í samræmi við opinberar kröfur sem gerðar eru til heilbrigðisþjónustu og endurhæfingar á Íslandi.
  3. Tryggja að starfsumhverfi og aðbúnaður starfsfólks sé í samræmi við opinberar kröfur.
  4. Nýtum gæðavísa, bæði við innra og ytra eftirlit til að meta hvort gæði og öryggi þjónustunnar séu í samræmi við viðurkennda faglega staðla og viðmið.
    Ennfremur til að auka gæðavitund og stuðla að umbótum.
  5. Stuðla að virkri gæða- og öryggismenningu þar sem starfsfólk eru virkir þátttakendur. Brugðist sé kerfisbundið við atvikum og frávikum í starfseminni.
  6. Gæðahandbók sé virk, notendavæn, aðgengileg öllu starfsfólki og endurskoðuð reglulega.

Ábyrgð

  • Forstjóri, framkvæmdaráð, gæðaráð og gæðastjóri bera ábyrgð á gæðastefnu.
  • Stjórnendur og starfsfólk ber ábyrgð á því að starfa samkvæmt gæðastefnu og gæðahandbók.
  • Gæðastjóri ber ábyrgð á því að gæðastefnan sé sýnileg.

Endurskoðun og birting

  • Gæðaráð og gæðastjóri endurskoða gæðastefnu tveggja ára fresti og leggja fyrir forstjóra og framkvæmdaráð til samþykktar.