Dagur öldrunar 2025 var haldinn í 7.sinn þann 13. mars á Hótel Natura þar sem að ráðstefnan var vel sótt með um 200 þátttakendum.
Þema dagsins var Hvar liggja tækifærin í öldrunarþjónustu? Þar sem áhersla var lögð á mikilvægi þverfaglegrar samvinnu, teymisvinnu og mikilvægi þróunar nýrra lausna og nýtingu tækifæra í öldrunarþjónustu.
Þverfagleg erindi voru flutt af heilbrigðisstarfsmönnum frá öllum þjónustustigum öldrunarþjónustu, bæði frá höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.
Við á Eir, Skjóli og Hömrum erum svo heppin að eiga þrjá fulltrúa í stjórn fagráðs öldrunarhjúkrunar sem sáu um skipulagningu ráðstefnunnar og var fjallað um fjölmörg áhugaverð erindi. Komu meðal annars þrjú þeirra frá Eir, Skjóli og Hömrum og erum við gríðarlega stolt af starfsfólkinu okkar sem tók þátt í deginum.
Unnur Brynja Guðmundsdóttir, verkefnastjóri iðjuþjálfunar á Skjóli hélt erindið, Illt er að vera iðjulaus.
Þórdís Hulda Tómasdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá ESH kom að tveimur erindum: Lykjavaki: Aukið öryggi við ferli lyfjagjafa á hjúkrunarheimilum og Inngilding: Höfum við gleymt öldruðu hinsegin fólki?
Ólína Kristín Jónsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri hélt svo erindi við ráðstefnulok.
Það er alveg frábært starfsfólk að vinna hjá Eir, Skjóli og Hömrum og erum við gríðarlega stolt af öllu okkar starfsfólki.



