Search

Eir, Skjól og Hamrar tilnefnd sem VIRKt fyrirtæki 2025

Atvinnutenging VIRK hefur tilnefnt Eir hjúkrunarheimili sem eitt af tólf fyrirtækjum á tilnefningarlista yfir þau fyrirtæki sem eiga möguleika á að hljóta viðurkenninguna VIRKt fyrirtæki 2025.

Tvö af þeim tólf tilnefndu fyrirtækjum munu hljóta viðurkenninguna og verða sigurvegarar tilkynntir á ársfundi VIRK þann 29. apríl nk. Fyrirtækin Hrafnista og Símstöðin fengu þessa viðurkenningu árið 2024.

Við hjá Eir, Skjóli og Hömrum erum stolt af því að geta stutt við hið mikilvæga starf sem VIRK sinnir í samfélagi okkar en þau grípa hóp sem fallið hefur út af vinnumarkaði og hlúa að heilsu og velferð þeirra með það að leiðarljósi að þau geti snúið aftur til vinnu.

Í umsögn frá atvinnutenglum VIRK kom fram að framlag Eirar skiptir sköpum og að við sýnum mikla samfélagslega ábyrgð í verki með því að bjóða einstaklingum í atvinnutengingu tækifæri. Viðmót og viðhorf gagnvart þjónustuþegum atvinnutengingar VIRK, sem í mörgum tilfellum búa við skerta starfsgetu, er til fyrirmyndar. Samstarf okkar á liðnu ári gaf meðal annars af sér ráðningu í störf og viðmót deildarstjóra, Önnu og Ólínu, algjörlega til fyrirmyndar við móttöku á nýju starfsfólki.

Við viljum þakka VIRK fyrir einlægt og gott samstarf og vonumst til að það haldi áfram að vaxa og dafna í framtíðinni. Í tilefni af þessari viðurkenningu færðu fulltrúar frá VIRK okkur blómvönd sem tákn um samvinnu og árangur.

Á mynd: 

Heimir Haraldsson og Stefán Ólafur Stefánsson atvinnuteglar hjá Virk og Anna Herdís Pálsdóttir og Ólína Kristín Jónsdóttir hjúkrunardeildatstjórar tóku á móti blómum fyrir hönd Eirar.  

Deila

Meira

Gjöf til endurhæfingar Eirar

Við hjá Eir endurhæfingu fengum á dögunum afhenta þessa fallegu gjöf frá Gunnþóri Þ. Ingasyni. Með gjöfinni vildi hann koma á framfæri þakklæti fyrir frábæra

Dagur öldrunar 2025

Dagur öldrunar 2025 var haldinn í 7.sinn þann 13. mars á Hótel Natura þar sem að ráðstefnan var vel sótt með um 200 þátttakendum. Þema