Search
Stjórn Eirar

Stjórn Eirar

Stjórnarformaður

Ólafur Haraldsson tók sæti í stjórn Eirar árið 2012. Hann er cand. oecon. frá viðskiptadeild Háskóla Íslands og lauk síðar BA-prófi í sagnfræði. Ólafur hefur starfað víða í íslensku atvinnulífi, meðal annars sem forstjóri Fálkans hf., framkvæmdastjóri hljómplötuútgáfunnar Takts hf. og stofnandi og eigandi Ó. Haraldsson ehf. Frá 2003 til 2014 gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra Blindrafélagsins. Auk þess hefur hann komið víða að sem rekstrarráðgjafi og verkefnastjóri, meðal annars hjá Heimilistækjum hf. Ólafur hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa, þar á meðal sem stjórnarformaður Blindravinnustofunnar ehf. Hann hefur einnig setið í stjórnum Verzlunarráðs Íslands, Stjórnunarfélags Íslands og Sambands hljómplötuútgefenda, svo fátt eitt sé nefnt. Hann hefur tekið virkan þátt í félagsmálum og verið formaður málefnanefndar Sjálfstæðisflokksins um verslun og viðskipti.

Varaformaður

Halldór Vignir Frímannsson lögfræðingur og löggiltur fasteignasali, er varaformaður stjórnar Eirar. Halldór er cand. jur. frá Háskóla Íslands og hlaut málflutningsréttindi 1994. Hann hefur víðtæka reynslu af lögfræði- og stjórnunarstörfum, meðal annars sem lögmaður og framkvæmdastjóri Lögvangs ehf., lögmaður hjá Reykjavíkurborg og Náttúruhamfaratryggingu Íslands og sem forstöðumaður Úrræðasviðs UMS. Halldór hefur setið í fjölda stjórna, þar á meðal hjá Lánstrausti (nú Creditinfo), Starfsmenntaráði félagsmálaráðuneytisins, Landsmennt og barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Halldór sat sem varamaður í stjórn Félags eldri borgara 2021–2023 og gegndi einnig hlutverki formanns fulltrúaráðs Leigufélags aldraðra og formanns húsnæðisnefndar félagsins.

Meðstjórnandi

Agla Elísabet Hendriksdóttir er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands, MBA og próf í verðbréfaviðskiptum. Agla hefur einkum starfað á sviði eignastýringar en hún hóf störf hjá Íslandsbanka hf. árið 1996 sem ráðgjafi og gegndi þar síðar forstöðumennsku. Hún var sjóðstjóri hjá  Íslandssjóðum hf. á árunum 2000 til 2007, forstöðumaður sjóðastýringar og framkvæmdastjóri Íslandssjóða hf. á árunum 2008 til 2014. Agla hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur setið í fjölda stjórna. Þ.á.m í fjármálafyrirtækjum, fasteignafélögum og félögum á sviði trygginga og eignastýringar. Hún hefur einkum setið í nefndum á sviði öldrunarmála í gegnum starf sitt sem stjórnarmaður Eir og Hamra. Agla er einnig stjórnarformaður Eir Öryggisíbúða.

Meðstjórnandi

Berglind Magnúsdóttir er sálfræðingur með sérhæfingu í öldrunarsálfræði frá háskólanum í Árósum. Berglind starfaði í tólf ár sem klínískur sálfræðingur á Landspítalanum og gegndi síðar stjórnunarstörfum á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, m.a. sem forstöðumaður Heimaþjónustu Reykjavíkur og skrifstofustjóri með ábyrgð á öldrunar-, húsnæðis- og fötlunarmálum. Hún starfaði einnig sem verkefnastjóri aðgerðaáætlunarinnar Gott að eldast og tók árið 2025 við sem skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg. Berglind hefur setið í fjölda stjórna tengdum öldrunarmálum, þar á meðal í Öldrunarráði Íslands, Öldrunarfræðafélagi Íslands, öldungaráðs Reykjavíkurborgar
og stjórn Spítalans okkar.

Meðstjórnandi

Einar Jón Ólafsson þjóðhagfræðingur frá Stockholms Universitet, tók sæti í stjórn Eirar 2012. Einar starfaði sem sérfræðingur á fjármálasviði heilbrigðisráðuneytisins frá 2006–2013, m.a. við málefni Framkvæmdasjóðs aldraðra og hjúkrunarheimila. Áður gegndi hann starfi framkvæmdastjóra rafeindavirkja hjá Rafiðnarsambandi Íslands og sat í stjórn sjúkrasjóðs rafiðnarmanna. Einar hefur einnig starfað sem sérfræðingur á fyrirtækjasviði Landsbanka Íslands og hefur víðtæka reynslu úr félags- og kjaramálum. Einar hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum, þar á meðal sem formaður sveinafélags rafeindavirkja, gjaldkeri Félags Íslendinga á Norðurlöndum og formaður nefndar á vegum Atvinnuleysistryggingasjóðs. Hann hefur einnig setið í stjórn Mímis símenntunar og sinnt fjölbreyttum trúnaðarverkefnum fyrir félög og fyrirtæki.

Meðstjórnandi

Sigurbjörn Björnsson lyf- og öldrunarlæknir tók sæti í stjórn Eirar árið 2023. Hann útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 1980 og lauk sérfræðinámi í lyf- og öldrunarlækningum í Svíþjóð árið 1987. Sigurbjörn starfaði hjá Hjartavernd 1988–1989 og á Hrafnistu til 1993. Hann hefur starfað í Skjóli frá 1989 og á Eir frá stofnun 1993, þar sem hann var yfirlæknir og síðar framkvæmdastjóri lækninga Eirarsamstæðunnar til 2021. Hann starfaði einnig á öldrunarlækningadeild Borgarspítala, Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala og sinnti sérfræðistörfum á stofu í Skjóli, Domus Medica og Heilsuklasanum. Sigurbjörn hefur meðal annars setið í stjórn Öldrunarráðs Íslands og Félags íslenskra öldrunarlækna, þar sem hann var formaður 2012–2014.

Meðstjórnandi

Sigurður Sigfússon tók sæti í stjórn Eirar árið 2015 og
er jafnframt formaður fulltrúaráðs. Sigurður lauk Samvinnuskólaprófi árið 1968. Að loknu námi hóf hann störf við kennslu og starfaði sem kennari við Samvinnuskólann á árunum 1977–1983. Þá hóf hann störf hjá Olíufélaginu hf., síðar ESSO, N1 og Festi, þar sem hann starfaði samfleytt í rúmlega fjóra áratugi, allt til ársins 2024. Sigurður var tilnefndur í stjórn Eirar af VR, þar sem hann sat í stjórn frá 1996 til 2025. Hann hefur tekið virkan þátt í nefndar- og stjórnunarstörfum á sviði öldrunarmála. Hann hefur m.a. setið í stjórn Félags eldri borgara í Kópavogi, í öldungaráði Kópavogs, öldungaráði VR, öldrunarráði Íslands og í samstarfsnefnd um málefni aldraðra.