Search
Humand

Humand

Humand er samskiptakerfi starfsmanna á Eir, Skjól og Hömrum.

Hér fyrir neðan má finna kynningu á Humand og helstu notagildum þess:

  1. Hvað er Humand?
    Humand er samskiptamiðill og innri vefur sem er sérstaklega hannaður fyrir vinnustaði. Hann eykur upplýsingaflæði, stuðlar að betri samvinnu og tengir starfsfólk á einfaldan og öruggan hátt.
  2. Hvernig virkar Humand?
    Humand er aðgengilegt bæði í vafra (browser) og sem app í Apple App Store og Google Play Store. 
  3. Af hverju notum við Humand?
    Tilgangurinn með innleiðingu Humand er að bæta samskipti og upplýsingaflæði innan heimilanna. Kerfið er einnig leið til að styrkja samfélagið á vinnustaðnum og gera starfsmönnum auðveldara að fylgjast með fréttum og deila upplýsingum sín á milli.
  4. Hvernig fæ ég aðgang að Humand?
    Starfsmenn fá tölvupóst með leiðbeiningum og kóða til að virkja notandann sinn. Ef þörf er á nýjum kóða eða aðstoð er hægt að hafa samband við skrifstofu.
  5. Við starfslok
    Aðgangur að Humand lokast þegar starfsmaður lætur af störfum. Hópar og samskipti eru því aðeins aðgengileg núverandi starfsmönnum.
  6. Humand er vinnutól
    Kerfið er ætlað fyrir málefni sem tengjast vinnunni og starfseminni. Það er ekki vettvangur fyrir persónuleg mál eða skoðanir sem tengjast ekki starfinu.
  7. Samskiptareglur á Humand
    Mikilvægt er að viðhafa sömu faglegu vinnubrögð og hegðun á Humand eins og í öðrum störfum fyrir heimilin. Humand má ekki nota til að deila viðkvæmum upplýsingum sem falla undir klíníska starfsemi, sjúklingagögn, trúnaðarupplýsingar, persónulega hagi o.þ.h. Annar hugbúnaður heimilanna er sérstaklega hugsaður fyrir slík samskipti; Saga og fleiri kerfi. Sömu lögmál gilda um friðhelgi einkalífsins á Humand eins og annars staðar.