Við hjá Eir hjúkrunarheimili fögnum nýjum samstarfssamningi um Eir sem viðbótarnámsdeild fyrir sérnámslækna í öldrunarlækningum. Endurhæfing Eirar hefur í tæpa 2 áratugi verið í samstarfi við Landspítalann um endurhæfingu eldra fólks eftir bráð veikindi, brot og bæklunaraðgerðir. Með þessum samstarfssamningi fá læknar í sérnámi í öldrunarlækningum tækifæri til að velja starfsnámi að hluta hér á Eir – á endurhæfingardeild okkar eða heimilisdeildum.
Endurhæfingardeildin okkar er starfrækt í nánu samstarfi við Landspítalann og veitir þjónustu við hundruð einstaklinga árlega eftir bráðainnlagnir og valaðgerðir. Samningurinn gefur tækifæri til dýrmætrar reynslu utan spítalaumhverfis og eflir heildstæða nálgun í meðferð eldra fólks utan sjúkrahúsa.
Við erum stolt af því að vera hluti af þessari vegferð og stuðla að fjölgun sérfræðinga í öldrunarlækningum – fyrir betri framtíð eldra fólks á Íslandi.