Search

Gleðilegan þjóðhátíðardag!

17. júní 2021 Hæ hó jibbí jei og jibbí, jei... Gleðilegan þjóðhátíðardag! Í ár fögnum við því að það eru 77 ár liðin frá því að Ísland varð lýðveldi árið 1944.  

Öllum heimsóknartakmörkunum vegna COVID-19 hefur verið aflétt!

Gestir eru beðnir um að gæta að 2ja metra reglunni Gestir eru beðnir um að spritta hendur sínar í upphafi heimsóknar og fyrir og eftir snertingu við sameiginlega fleti, s.s. lyftuhnappa, hurðarhúna, handrið o.fl.. Gestir eru beðnir um að gæta hófsemi, sér í lagi þegar um ræðir tvíbýli. Að sjálfsögðu...

Tilslakanir á samkomutakmörkunum

25. maí 2021 Kæru aðstandendur, Núna hafa orðið verulegar tilslakanir á samkomutakmörkunum og grímuskyldu í samfélaginu. Enn eru þó heimsóknartakmarkanir á heimilunum því ekki allir starfsmenn hafa fengið seinni bólusetninguna. Á áætlun er að aflétta öllum heimsóknartakmörkunum þann 1. júní næstkomandi. Þangað til gildir eftirfarandi: Heimsóknartími er á milli 15:00...

Þórdís Hulda ráðin í starf framkvæmdastjóra hjúkrunarsviðs

31. mars 2021 Gengið hefur verið frá ráðningu Þórdísar Huldu Tómasdóttur í starf framkvæmdarstjóra hjúkrunarsviðs á Eir, Skjóli og Hömrum. Þórdís tekur við starfinu af Kristínu Högnadóttur þann 1. júní nk. Þórdís hefur starfað á Eir, Skjóli og Hömrum sem verkefnastjóri hjúkrunar þar sem hún hefur verið mjög áberandi og...

Í ljósi nýrra reglna um sóttvarnir

Heilir og sælir kæru aðstandendur, Í morgun fengum við góða gesti á Skjól, Heru Björk og Benedikt Sigurðsson. Þau sungu sig inn í hjörtu íbúa og starfsmanna og við lá að þeim yrði boðin búseta á Skjóli. Við getum ekki annað en glaðst yfir að viðburðurinn skuli hafa verið skipulagður...

Upplýsingar til aðstandenda

17. mars 2021 Kæru aðstandendur Þar sem ný reglugerð um takmarkanir í samfélaginu, sem tók gildi í dag, felur ekki í sér neina stórvægilega breytingu eru heimsóknartakmarkanir enn þær sömu og síðast á heimilinu. Sóttvarnarhólf hafa verið lögð niður sem þýðir að íbúar hittast þvert á hæðir og geta notið...

Eybjörg Hauksdóttir ráðin framkvæmdastjóri hjá Eir

Reykjavík, 5. mars 2021 Eir hefur ráðið til starfa Eybjörgu Hauksdóttur sem framkvæmdastjóra Eir öryggisbúða auk þess sem Eybjörg mun sinna rekstrar- og stjórnunarverkefnum fyrir Eir, Skjól og Hamra hjúkrunarheimili. Eybjörg er með BA og MA gráður í lögfræði frá Háskóla Íslands og með réttindi til að flytja mál fyrir...

Starfsmenn Skjóls bólusettir

Næstkomandi fimmtudag, 11. febrúar, verða starfsmenn Skjóls bólusettir gegn Covid-19. Þetta er fyrri bólusetningin af tveimur en seinni bólusetningin verður eftir þrjá mánuði. Það hyllir því undir afléttingu samkomutakmarkana á Skjóli sem er gleðiefni. Þeir íbúar sem fengu fyrri bólusetninguna í janúar verða bólusettir í næstu viku. Nánari tímasetning verður...