Search

Undirritun samninga um eflingu heimaþjónustu og dagþjálfunar fyrir íbúa Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps

Þann 1. apríl í þjónustusvæði Eirar að Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ voru undirritaðir samningar um tilraunaverkefni milli Eirar hjúkrunarheimilis, heilbrigðisráðuneytisins, félags – og húsnæðismálaráðuneytisins, Mosfellsbæjar, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sjúkratrygginga Íslands, í tengslum við aðgerðaráætlunina Gott að eldast.

Með umræddum samningum verður Eir hjúkrunarheimili falið að sinna samþættri heimaþjónustu fyrir Mosfellsbæ og heimahjúkrun fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til íbúa Mosfellbæjar og Kjósarhrepps. Þá verður komið á fót Heima – endurhæfingarteymi en Eir hefur um árabil rekið eina stærstu öldrunarendurhæfingu sem boðið er upp á utan Landspítala. Samhliða samþættingunni verður dagþjálfunarrýmum sem Eir rekur að Eirhömrum í Mosfellsbæ fjölgað og bætt við dagþjálfunarrýmum fyrir aldraða einstaklinga með heilabilun.

Markmið verkefnisins er að tryggja íbúum Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps örugga og góða félags – og heilbrigðisþjónustu með einföldum boðleiðum og samfellu í þjónustu. Lögð verður áhersla á að þjónusta og umönnun sé í einu flæði, mannauður og sérþekking verði samnýtt í gegnum teymisvinnu og einstaklingum verði betur mætt á sínum forsendum með auknum sveigjanleika í þjónustunni og fjölgun þjónustuúrræða. Þá verður lögð aukin áhersla á að efla íbúa til sjálfshjálpar og virkni með tilkomu endurhæfingar í stuðningsþjónustunni.
Stofnun þessara úrræða er liður í aðgerðaráætluninni Gott að eldast en um er að ræða sameiginlegt tilraunaverkefni á vegum heilbrigðisráðuneytisins og félags – og húsnæðismálaráðuneytisins sem ætlunin er að standi yfir til loka árs 2027.

Ljósmyndir eftir Christine Quirona

Myndband neðst í frétt eftir Christine Quirona

Ingi Þór Ágústsson – forstöðumaður Hamra og Eirhamra Dagmar Dögg Þorsteinsdóttir – sjúkraliði og staðhaldari á Hömrum

Eybjörg Helga Hauksdóttir – forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra
Alma D. Möller heilbrigðisráðherra
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra
Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar
Eybjörg og Inga Sæland

 

Deila

Meira

Gjöf til endurhæfingar Eirar

Við hjá Eir endurhæfingu fengum á dögunum afhenta þessa fallegu gjöf frá Gunnþóri Þ. Ingasyni. Með gjöfinni vildi hann koma á framfæri þakklæti fyrir frábæra

Dagur öldrunar 2025

Dagur öldrunar 2025 var haldinn í 7.sinn þann 13. mars á Hótel Natura þar sem að ráðstefnan var vel sótt með um 200 þátttakendum. Þema