Search

Yfir 100 prjónaðir bangsar frá Eir afhentir Slökkvistöðinni á Tunguhálsi

Á Eir hefur lengi verið unnið að fallegu samfélagsverkefni innan starfsemi iðjuþjálfunnar, þar sem prjónaðir bangsar eru ætlaðir börnum sem þurfa á sjúkrabílum að halda. Bangsarnir veita börnum huggun og öryggistilfinningu á erfiðum stundum.

Í gær var haldin hátíðleg samkoma þegar afhentir voru yfir 100 bangsar til Slökkvistöðvarinnar á Tunguhálsi. Verkefnið er hluti af starfi iðjuþjálfunnar á Eir, íbúar hjúkrunarheimilisins, íbúar í öryggisíbúðum og skjólstæðingar endurhæfingar hafa lagt hönd á plóg með prjóni og hlýju handbragði.

Síðan verkefnið hófst árið 2017 hafa alls verið afhentir rúmlega 200 bangsar. Afhendingin í gær var ekki aðeins tákn um samstöðu heldur einnig gleðistund þar sem boðið var upp á kaffi og kleinur – áminning um að litlir hlutir geta haft stór áhrif þegar kemur að því að gleðja aðra.

Deila

Meira

Gjöf frá Kvenfélaginu í Kjós

Þriðjudaginn 29. apríl komu konur úr Kvenfélaginu í Kjós færandi hendi á Eir og Hamrar. Þær gáfu göngubretti í sjúkraþjálfunina á Eir og æfingahjól í