Starfsmönnum á Eir, Skjóli og Hömrum er óheimilt að leggja í einelti, áreita eða beita ofbeldi. Vinnustaðurinn tekur skýra afstöðu gegn einelti, áreitni og ofbeldi af öllu tagi.
Markmið Eirar, Skjóls og Hamra er að bjóða upp á öruggt starfsumhverfi þar sem gagnkvæm virðing ríkir meðal starfsmanna og umburðarlyndi er gagnvart fjölbreytileika innan starfsmannahópsins.
Einelti
Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.
Kynbundin áreitni
Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.
Kynferðisleg áreitni
Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu þess sem fyrir henni verður, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.
Ofbeldi
Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis. (Reglugerð 1009/2015)
Þolandi
Sá aðili sem verður fyrir einelti, kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni eða ofbeli.
Gerandi
Sá aðili sem beitir einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni eða ofbeldi. Þar til að athugun á máli er lokið er notast við hugtakið „meintur gerandi“.
Fylltu út formið hér að neðan ef þú vilt tilkynna einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi sem þú hefur þú orðið fyrir, eða orðið vitni að.
Eir hjúkrunarheimili
Skjól hjúkrunarheimili
Hamrar hjúkrunarheimili
© Höfundaréttur 2023 - Eir hjúkrunarheimili - Allur réttur áskilinn.