Eir hjúkrunarheimili hefur verið í samstarfið við Mosfellsbæ um þjónustu til íbúa sveitarfélagsins síðan þann 7. júlí 2005 en þá var undirritaður rammasamningur aðila um uppbyggingu öldrunarþjónustu í Mosfellsbæ. Þá var sveitarfélagið talsvert minna, með lítilli þjónustumiðstöð að Hlaðhömrum auk um tuttugu íbúða fyrir aldraða. Síðan hefur þjónustumiðstöðin stækkað og...
Nýr hnappur fyrir ábendingar og tilkynningar fyrir starfsfólk og aðstandendur!
Búið er að opna fyrir nýtt svæði á heimasíðunni okkar sem gerir starfsfólki, skjólstæðingum og aðstandendum kleift að senda inn meðal annars ábendingar og tilkynningar. Þetta nýja tól auðveldar okkur að deila og vinna úr mikilvægum upplýsingum um gæðamál, öryggismál og fleira! Hvað geturðu gert með nýja hnappinum? Með hnappinum er...
Eybjörg H. Hauksdóttir ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra
Tilkynning frá stjórn hjúkrunarheimilanna Eirar, Skjóls og Hamra: „Stjórnir hjúkrunarheimilanna Eirar, Skjóls og Hamra hafa ráðið Eybjörgu Helgu Hauksdóttur í stöðu forstjóra hjúkrunarheimilanna frá og með 1. desember n.k. Eybjörg verður fjórði forstjóri heimilanna og jafnframt fyrsta konan til að gegna því starfi. Ráðningarferlið var unnið í samstarfi við ráðgjafa-...
Geta eytt meiri tíma með íbúum
Hjúkrunarheimilin Eir, Skjól og Hamrar hafa undirritað samning við heilbrigðistæknifyrirtækið Helix um innleiðingu á lausnunum Iðunni og Lyfjavaka. Í fréttatilkynningu segir að lausnirnar muni bæta yfirsýn, auka öryggi íbúa og flýta fyrir skráningu á lyfja- og heilbrigðisgögnum. Þannig muni starfsfólk geta varið meiri tíma með íbúum hjúkrunarheimilanna, samfella í meðferð...
Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins taka á móti sextíu böngsum
Föstudaginn 16.02.2024 komu fulltrúar Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins í heimsókn á Eir til að taka á móti sextíu böngsum. Úr þessu var gerð hátíðleg stund þar sem boðið var upp á kaffi og kökur. Eir hefur afhent bangsa frá árinu 2017 og munu halda áfram að prjóna og gefa af sér til...
EIR endurhæfing
Á Eir hefur verið starfandi brota-endurhæfingardeild fyrir aldraða um langt skeið með góðum árangri. Svo góðum árangri reyndar að haustið 2022 stækkuðum við deildina um helming og getum núna sinnt 44 skjólstæðingum á hverjum tíma sem þurfa á endurhæfingu að halda, bæði vegna brota og annarra heilsufarslega áfalla. Deildin sinnir...
Maríuhús dagþjálfun á vegum Alzheimer- samtakanna flyst á Skjól
Maríuhús er sérhæfð dagþjálfun fyrir 22 einstaklinga sem rekin er af hálfu Alzheimersamtakanna. Dagþjálfunin varð að yfirgefa húsnæðið sitt með stuttum fyrirvara í nóvember og var leitað til Skjóls hjúkrunarheimilis með að hýsa starfsemina. Stjórn, fyrirsvarsmenn og starfsmenn Skjóls tóku vel í þá beiðni enda um að ræða mikilvæga starfsemi...
Málverk í tilefni af 30 ára afmæli
Í vor fagnaði hjúkrunarheimilið Eir 30 ára afmæli. Af því tilefni vildi Eirarholt gera eitthvað skemmtilegt og hóf söfnun fyrir málverkum sem áttu að prýða nokkuð dökkan gang.
Listaverk málað á vegg
Við hér á Eir vorum svo lánsöm að fá listamanninn Mike Ortalion eða Magick Artlion eins og hann kallar sig með listamannanafinu, til að mála þessa einstaklega fallegu veggmynd á einni deildinni. Myndin er svo látlaus, falleg og róandi en um leið örvandi fyrir íbúanna. Íbúarnir eru svo ánægðir með...
Nýr framkvæmdastjóri Eir Öryggisíbúða ehf
Sigurður Garðarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Eir Öryggisíbúða ehf og hefur þegar hafið störf. Sigurður tók við starfinu af Eybjörgu H. Hauksdóttur sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra Eir Öryggisíbúða í hlutastarfi frá árinu 2021. Hún mun starfa áfram sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Eir, Skjóli og Hömrum í fullu starfi. Henni...









